Satisfyer Pro 3 hefur tvo mótora. Annar mótorinn stjórnar titringi á meðan hinn stjórnar léttu sogi. Þó sogið sé létt þá veitir það kröftuga örvun. Hægt er að hafa annan mótorinn í gangi eða báða. Ef aðeins er kveikt á titringnum þá er hægt að örva snípinn á svipaðan hátt og með eggi. Hvort sem þú kýst titring eða sog þá hefur Satisfyer Pro 3 bæði.
Stillingar:
Á tækinu eru 3 takkar. Haldið er inni efsta takkanum í 2 sek til að kveikja og slökkva og svo er plús og mínus (+/-) til að stjórna krafti sogsins. Neðsti takkinn lítur út eins og bylgja og stjórnar hann titringi tækisins. Hægt er að hafa eingöngu kveikt á öðrum mótornum i einu, þá bara soginu eða titringnum.
Til að hlaða tækið leggst hleðslusnúran neðst á það og festist með segli. Hleðslusnúra fylgir sem hægt er að stinga í samband við hleðslukubb. Tækið er sturtuhelt en þolir ekki að fara á kaf í vatn eins og í bað eða heitan pott. Athugið að ekki er ráðlagt að nota Satisfyer Pro 3 til örvunar á meðan hann er í hleðslu. Tækið er einstaklega mjúkt viðkomu. Það er einstakt í lögun og hefur gott handfang sem auðveldar notkun. Stúturinn sem leggst á snípinn er úr mjúku, umhverfisvænu silíkoni og mælum við eingöngu með vatnssleipiefni.
Upplýsingar:
- Efni: Umhverfisvænt silíkon
- Stærð: 145x48x43mm
- Þyngd: 113gr
- Rafhlaða: Li-ion battery
- Hleðslutími: 1 klukkustund
- Ending rafhlöðu: 1,5 klukkustund
- Kraftstillingar: 11
- Sogstillingar: 10
Þrif: Nota skal milda ilmefnalausa sápu eða sérstaka kynlífstækjasápu til að þrífa tækið eftir hverja notkun. Varist að nota spritt eða fituleysandi sápur til að þrífa kynlífstæki þar sem það getur skemmt þau.
Reviews
There are no reviews yet.